ÍBÆTIEFNI OG HREINSUN

Íbætiefni frá LIQUI MOLY fyrir eldsneyti vernda mótorinn í bílnum þínum og draga úr eldsneytisnotkun og olíuíbætiefni frá LIQUI MOLY hreinsa mótorinn að innan, draga úr titringi og minnka slit.

ÍBÆTIEFNI OG HREINSUN

Á sama hátt og við tökum vítamín getur bíllinn þinn þurft á vítamínum að halda - við köllum þau íbætiefni. Íbætiefni eru vítamín fyrir bílinn þinn og þau sjá um hreinsun og vörn gegn tæringu. LIQUI MOLY-íbætiefnin eru vörur sem þú getur notað á bílinn þinn til að bæta nokkra af eiginleikum hans. En á sama hátt og þú uppgötvar fyrst að þú þurfir á vítamínum að halda þegar þú til dæmis finnur fyrir þreytu, þá uppgötvar þú líka fyrst að bíllinn þarf íbætiefni þegar eldsneytisnotkunin eykst eða drifkrafturinn minnkar. Þess vegna mælum við með að þú notir LIQUI MOLY-íbætiefni á bílinn þinn, jafnvel strax þegar hann er nýr til að koma í veg fyrir hugsanleg vandamál. Með því getur þú komist hjá dýrum viðgerðum og ónauðsynlegum viðkomum á verkstæði.   Í kaffivélar safnast kalk sem þarf að hreinsa burt reglulega og á sama hátt ætti einnig að hreinsa eldsneytiskerfið í bílnum þínum með jöfnu millibili. Það geturðu gert með því að setja íbætiefni í eldsneyti bílsins. Það er auðvelt í notkun og gott fyrir bílinn. Íbætiefni eru til fyrir bensín-, dísil- og tvinnbíla (hybrid) og við bjóðum upp á íbætiefni fyrir allar gerðir bíla. Ef um er að ræða eldri bíl sem aldrei hefur verið hreinsaður, mælum við með að láta hreinsa mótorinn áður en þú byrjar að nota íbætiefni, til að íbætiefnið virki sem best. Ef þú ert í vafa um hvaða íbætiefni bíllinn þinn þarfnast, spurðu þá í LongLife Center í nágrenni þínu.

HVAÐ ER HÆGT AÐ GERA SJÁLFUR TIL AÐ HAFA ELDSNEYTISKERFIÐ Í TOPPFORMI Á MILLI ÞESS SEM BÍLLINN FÆR ÞJÓNUSTUSKOÐUN?

Þú getur notað íbætiefni fyrir eldsneyti til að hafa bílinn þinn í góðu standi.   Þegar þú notar íbætiefni þá verndar þú mótor bílsins. Olíuíbætiefni hreinsa mótorinn innanfrá, draga úr sliti og minnka olíunotkunina. Þess vegna er það góð hugmynd að nota íbætiefni á bílinn þinn. Íbætiefni fyrir eldsneyti eru til fyrir bensín-, diesel- og tvinnbíla (hybrid) og eiga þátt í að halda eldsneytiskerfinu hreinu. STAÐREYND! Hreinn mótor mengar minna, er betri fyrir umhverfið. Hann sleppir minna af koldíoxíði og keyrir fleiri kílómetra á hverjum lítra af eldneyti.

Fyrir bensínbíla

Þú getur haft hag af því að nota hreinsiefni fyrir innsprautunarloka eða skammta-íbætiefni fyrir bensín á bensínmótorinn í bílnum þínum. Báðar þessar vörur vernda og fara vel með eldsneytiskerfi bensínbíla. Hreinsiefni fyrir innsprautunarloka er dæmigerð vara sem LongLife Center sem þú ferð til, notar þegar bíllinn fer í þjónustuskoðun. Það verndar og fer vel með allt bensín-eldsneytiskerfið og tryggir nákvæman skammt og ýringu eldsneytisins, dregur úr vandræðum við ræsingu, mýkir gang og hámarkar afköst mótorsins. Það dregur úr eldsneytisnotkun og tryggir umhverfisvænni keyrslu því það minnkar magn koldíoxíðs í útblæstri. Hreinsiefninu fyrir innsprautunarloka má hella beint á tankinn og við mælum með að gera það í fjórða hvert skipti sem eldsneyti er sett á bílinn, eða á 2000 km fresti. 300 ml er hæfilegt fyrir 50-75 lítra bensíntank. Íbætiefni fyrir bensín kemur í veg fyrir að sót og botnfall setjist í eldsneytiskerfið. Það hentar vel til notkunar á milli þjónustuskoðana. Við reglubundna notkun er afkastagetu mótorsins haldið við og það verndar allt eldsneytiskerfið. Bensíníbætiefninu er skammtað í hvert sinn sem bensín er tekið og á að setja 25 ml í 25 lítra af bensíni. Það er auðvelt að finna rétta skammtinn því að í ílátinu er mæliglas.

Fyrir dísilbíla

Einnig er mögulegt að fá gæða íbætiefni fyrir dísil eða skammta-íbætiefni fyrir dísilbíla. Áttu dísilbíl með sótagnasíu og keyrir þú margar stuttar ferðir eða mestmegnis bæjarkeyrslu? Þá getur þú verndað sótagnasíuna með sótagnasíuvörn sem sett er á tankinn þegar dísileldsneyti er tekið, á um það bil 2000 km fresti. Frábært íbætiefni fyrir dísileldsneyti sem smyr og heldur við öllum gerðum dísilmótora. Það hreinsar, verndar og smyr eldsneytiskerfið með því að fjarlægja sót og botnfall frá safnstútnum. Þar að auki dregur úr banki og gangur mótorsins verður mýkri, það eykur afköst mótorsins og auðveldar ræsingu. Super íbætiefni fyrir dísil inniheldur cetan sem eykur og bætir ræsinguna. Super íbætiefni fyrir dísil sparar eldsneyti ef notað reglubundið og er látið beint á tankinn í fjórða hvert skipti sem eldsneyti er tekið, eða á um það bil 2000 km fresti. 300 ml er hæfilegt fyrir 50-75 lítra dísiltank. Íbætiefni fyrir dísil kemur í veg fyrir að sót og botnfall setjist í eldsneytiskerfið og er vel til fallið að nota á milli þjónustuskoðana. Við reglubundna notkun er afkastagetu mótorsins haldið við og það verndar allt eldsneytiskerfið. Íbætiefninu er skammtað í dísileldsneytið í hvert sinn sem eldsneyti er tekið og er 25ml hæfilegt í 25 lítra af dísil. Það er auðvelt að finna rétta skammtinn því mæliglas er í ílátinu. Þú getur líka fengið dísil-agnasíuvörn sem hjálpar við að halda agnasíunni hreinni. Agnasía er umhverfisvæn vegna þess að hún er hönnuð til að halda sig hreinni, en einungis við kjöraðstæður. Dísilbílar sem keyra venjulega stuttar ferðir eða keyra einungis í bæjum eru viðkvæmastir fyrir vandamálum vegna stíflaðra agnasía. Vörn fyrir dísilagnasíur tryggir bestu nýtingu á eldsneytinu og minnkar myndun á sóti í síunni og það stuðlar að minni útblæstri. LM7180, 250 ml henta fyrir 50-70 lítra af dísil eldsneyti. Fyrir hámarksnýtingu skal setja íbætiefnið beint á tankinn á 2000 km fresti. Mikilvægt er að nota ekki of mikið af efninu. Íbætiefnið má nota á bíla sem taka líka AD-Blue.

Fyrir tvinnbíla (hybrid)

Íbætiefni fyrir tvinnbíla hreinsar kerfið og verndar bensínið gegn öldrun og tæringu. Það hentar vel fyrir tvinnbíla með bensínmótor, fjarlægir botnfall og sót í eldsneytiskerfinu og verndar gegn tæringu. 250 ml henta fyrir 50-75 lítra af bensíni. Mælt er með að nota íbætiefni fyrir tvinnbíla í hvert sinn sem tekið er bensín, sérstaklega ef bensínmótorinn er lítið notaður.

Hreinsun á eldsneytiskerfi bílsins (djúphreinsun)

Ef mikil óhreinindi hafa safnast í mótor bílsins getur verið ráð að fá stærri hreinsun á eldsneytiskerfinu að innanverðu – sem sagt mótorhreinsun. Það getur þú ekki gert sjálfur. Við notum sérstaklega hannaða hreinsivél og sterk, sérblönduð hreinsiíbætiefni til að hreinsa eldsneytiskerfi bílsins.