UMÖNNUN BÍLA

Ætlarðu að hreinsa og hressa upp á bílinn þinn? Þá eigum við mikið úrval af hreinsivörum og viðhaldsefnum, bæði til að nota á bílinn innanverðan og að utan. Við seljum allt frá bílasjampói og vaxi til leðuráburðar.

UMÖNNUN BÍLSINS ÞÍNS

Það er mikilvægt að hugsa vel um bílinn sinn - bæði að innan og utan, því þá endist hann lengur. Þess vegna bjóðum við líka upp á hreinsivörur fyrir bílinn þinn svo þú getir haldið honum fínum. Hjá LongLife Center bjóðum við LIQUI MOLY hreinsivörur og vörur sem viðhalda góðu útliti utan á bílnum – á lakkinu, rúðum og felgum. Við erum líka með vörur til að nota á bílinn að innan, á leður, bólstur, gerviefni, plast, gúmmílista og rúður.

Hreinsun að innanverðu

Byrjaðu á að taka til í bílnum. Fleygðu pappír og öðru drasli og fjarlægðu óþarfa hluti sem eru í bílnum. Þurrkaðu bílinn að innan með efni sem fyrst er sprautað á yfirborðið og síðan þurrkað af. Hér er gott að nota hreinsiefni fyrir flugstjórnarklefa sem ver plast fyrir útfjólubláum geislum og gefur silkimattan glans. Efnið er einnig afrafmagnandi og hrindir frá sér ryki, og það hreinsar og verndar án þess að skilja eftir fitulag. Mælaborðshreinsir LM2763. Gættu þess að nota míkró-fíber klút, þá kemur ekki kusk í bílinn. Þegar þú hreinsar rúðurnar að innan geturðu notað Rúðuhreinsiefni fyrir gler LM2833. Það fjarlægir óhreinindi af rúðunum og leysir þau upp og fjarlægir flugur, nikótín, olíu o.s.frv. Efnið hefur ekki skaðleg áhrif á gúmmílista eða plast. Þegar þú notar glerhreinsiefni þarf að leyfa því að liggja á í augnablik áður en þurrkað er. Þvoðu líka dyraföls með sápuvatni því þau eru oft óhrein. Þau hreinsast nefnilega ekki þegar bíllinn er keyrður í gegnum bílaþvottastöð. Taktu motturnar út úr bílnum þegar þú ryksugar þá nærðu að fjarlægja óhreinindi og sand sem safnast undir motturnar. Berðu sílikon á gúmmílistana í bílnum með LM2899 silikon úða eða LM7182 sem er staukur fyrir gúmmí svo þeir morkni ekki. Það kemur líka í veg fyrir að gúmmílistarnir frjósi fastir á veturna. Ef sætin eru óhrein þá erum við líka með efni fyrir umhirðu á sætum og leðri sem auðvelda verkið.

Hreinsun að utanverðu

Geislar sólarinnar skaða lakkið á bílnum, en þú framlengir líftíma lakksins með góðri umhirðu. Bílasjampó með vaxi virkar mjög vel. Það hreinsar lakkið og vaxið gefur því vörn á sama tíma. Bílasjampó með vaxi fjarlægir óhreinindi og ver lakkið fyrir útfjólubláum geislum. Ef þú notar bílasjampóið okkar reglulega færðu ekki bara fallegt lakk, heldur verður einnig auðveldara að halda lakkinu hreinu. Þú getur líka notað felguhreinsiefni til að hreinsa felgurnar þínar. Felguhreinsiefnið er náttúruvænt og án sýru. Það hreinsar ál- og stálfelgur vandlega en fer einnig vel með þær. Felguhreinsiefnið fjarlægir hemlaryk og óhreinindi á árangursríkan hátt og gerir felgurnar eins og nýjar. Gættu þess að nota ekki efnið á heita felgu eða í beinu sólarljósi. Auk ofannefndra vara bjóðum við einnig upp á skordýrahreinsiefni, vax, fægilög, lakkvara og margt annað sem gerir bílinn þinn eins og nýjan.