ER SÍAN STÍFLUÐ?

Sótagnasían í bílnum tekur agnir frá útblæstrinum og hindrar að þær sleppi út í andrúmsloftið og náttúruna. En það er mikilvægt að agnirnar sem fara í síuna brenni, svo sían stíflist ekki. Bruninn stýrist sjálfkrafa af stjórnkerfi bílsins en með tímanum safnast í síuna efni sem brenna ekki. Þess vegna hefur sótagnasían takmarkaðan líftíma, sem má lengja með sótagnasíuhreinsi. 

Eru það einungis dísilbílar sem eru með sótagnasíur?

Nei, það eru bæði dísilbílar og nýrri gerðir af bensínbílum sem eru með sótagnasíu. Áður fyrr voru það einungis dísilbílar en þannig er það ekki lengur. Bensínbílar sem sleppa ögnum með útblæstrinum eru nú með sótagnasíur sem gera mikið gagn til að vernda umhverfið.

Hvers vegna stíflast sótagnasían?

Sótagnasía stíflast ef mest er ekið stuttar vegalengdir eða mest innanbæjar og mótorinn því kaldur. Það veldur því að það myndast ekki nógu mikill hiti til að koma brennslunni á sótögnunum af stað eins og gerist við lengri keyrslu. Þó að sótagnasía sé hönnuð til að hreinsa sig sjálf, getur aksturslag, sem er óæskilegt fyrir síurnar, valdið því að sían stíflast af sóti og því þarf að hreinsa hana.

Hvað get ég gert til að koma í veg fyrir uppsafnað sót?

Þú getur hindrað sótmyndun með því að nota íbætiefni frá Liqui Moly. Ef þú átt dísilbíl getur þú til dæmis notað LIQUI MOLY-íbætiefnið Dieselpartikelfilter protector sem er aukaefni sem hellt er á eldsneytistankinn. Dieselpartikelfilter protector dregur úr uppsöfnun agna og lengir þannig líftíma agnasíunnar. Aukaefnið á að nota sem forvörn og er einungis mælt með því á dísilbíla sem ekki hafa besta aksturslag.

Hvað geri ég ef sían er alveg stífluð?

Þú getur alltaf haft samband við næsta LongLife Center, ef þig grunar að sótagnasían sé stífluð eða að það þurfi að hreinsa hana. Verkstæðin geta skolað og hreinsað síuna með sérstaklega með þar til gerðum vökvum frá LIQUI MOLY.