FINNST ÞÉR VANTA DRIFKRAFT Í MÓTOR BÍLSINS?

Er minni karftur en venjulega? Eða finnst þér þú ekki komast eins langt á eldsneytinu og áður?
Ástæðan getur verið að það er sót á eldsneytiskerfinu, sem bæði dregur úr drifkraftinum og kallar á meira eldsneyti.   Við notum sérstaklega hannaða hreinsivél til að djúphreinsa innsogs- og eldsneytiskerfið. LIQUI MOLY Pro-Line hreinsivökvi sem við þróuðum sjálf er mjög örugg og árangursrík meðhöndlun fyrir mótorinn. 

ÞRJÁR GÓÐAR ÁSTÆÐUR TIL AÐ LÁTA DJÚPHREINSA MÓTORINN

1 – Betri nýting á eldsneyti. Umhverfisvænn akstur.

Með tímanum safnast sót á mótorinn. Það gerist þegar hann er keyrður, svo við því er því miður ekkert að gera. Þegar það gerist verður nýtingin á eldsneytinu einnig lakari.  Með LIQUI MOLY mótorhreinsi er hægt að fá betri nýtingu á eldsneytinu. Hve mikla fer eftir gerð bílsins og aksturslagi, fjölda keyrðra kílómetra, gæðum eldsneytisins og hvort notuð eru íbætiefni fyrir eldsneytið.

2 – Mótorinn endist lengur

Hreinn mótor endist lengur. Innri hluta bíls má í mörgum tilfellum líkja við innyflin í þér. Ef líffærin þín fá eftirlit og viðhald eins og heilbrigðisyfirvöld mæla með, lifir þú lengur. Það sama gildir um innri hluta bílsins þíns. Ef haft er eftirlit með þeim og þeir fá reglulegt viðhald í samræmi við það sem bílaviðgerðamaðurinn þinn mælir með, þá endist bíllinn þinn lengur.

3 – Engar dýrar viðgerðir

Með því að nota LIQUI MOLY hreinsiefni fyrir mótora tímanlega, kemst þú meðal annars hjá því að innspýtingarstútar, sótagnasíur eða EGR-ventlar stíflast. Þannig lengir þú líftíma dýrra varahluta og kostnaðurinn við bílinn þinn lækkar.

Hvernig veit ég að mótorinn þarfnast hreinsunar?

Það eru nokkur atriði sem benda til að bílinn þinn þarfnist hreinsunar. Oft geta verið gangtruflanir, mótorinn gengur skrykkjótt og það heyrir maður oftast. Það getur líka verið að drifkrafturinn hafi minnkað eða að eldsneytið dugi skemur.

Hvað er hreinsun á mótor?

Hreinsun á mótor með LIQUI MOLY er þannig að sérhönnuð hreinsivél frá LIQUI MOLY er tengd við mótor bílsins. Þannig keyrum við sérstakan LIQUI MOLY PRO- LINE hreinsivökva í gegnum mótorinn á bílnum og það fjarlægir sót og sindurkol. Þetta er djúphreinsun sem hreinsar ákveðna staði sem eru stíflaðir. 
Eftir mótorhreinsun mælum við með að þú notir íbætiefni á tankinn á 2.000 kílómetra fresti. Þá kemur þú í veg fyrir að mótorinn fyllist aftur af sóti.
Mótorhreinsun tekur um það bil 45 mínútur og ekki er nauðsynlegt að taka mótorinn í sundur heldur er allt kerfið hreinsað til að fá mótorinn eins þéttan aftur og mögulegt er.

Hversu oft þarf að hreinsa mótorinn í bílnum þínum?

Það fer mikið eftir aldri bílsins, hvaða eldsneyti hann notar sem og ökulagi þínu. Komdu og ræddu við okkur í næsta LongLife Center og fáðu góð ráð varðandi bílinn þinn. Bílar eru mismunandi og búa yfir mismunandi styrkleikum og veikleikum og þetta á við um bæði nýja og gamla bíla. LongLife Center í nágrenninu þínu hefur nauðsynlega reynslu og kunnáttu sem nýtist fyrir bílinn þinn.