Við erum samtök verkstæða, sem bæði þjónusta og gera við bílinn þinn – fljótt og örugglega. Við notum auðvitað varahluti af gæðum sem eru eins og upprunalegu varahlutirnir. Hjá LongLife Center í nágrenni þínu færð þú góð ráð og leiðbeiningar um LIQUI MOLY vörurnar; íbætiefni, olíur, loftræstikerfi, hreinsiefni fyrir mótora, sjálfskiptingar og agnasíur.
Við verðum að huga að umhverfinu. Þess vegna eru settar reglur sem gera sífellt strangari kröfur til bíla. Til dæmis hvað hann má sleppa miklu af mengandi lofttegundum út í umhverfið. Það leiðir einnig af sér kröfur varðandi viðhald á bílnum þínum. Nýir sem og eldri bílar gefa frá sér koltvísýring og safna ögnum af sóti og sindurkolum í mótornum. Nauðsynlegt er að minnka koltvísýringinn sem fer út í andrúmsloftið og sömuleiðis magnið af sótögnum í mótornum. Uppsafnaðar agnir af sóti og sindurkolum valda verri nýtingu á eldsneyti og geta haft áhrif á afkastagetu mótorsins. Við hjá LongLife Center getum hjálpað þér að fá það besta út úr bílnum þínum og mótornum.