Stilling hf, Kletthálsi 5, 110 Reykjavík, (hér eftir nefnt „Stilling“) veitir þriggja ára framleiðandaábyrgð á nýframleidda varahlutum (hér eftir nefnt „framleiðsluvara“) í vélknúin ökutæki samkvæmt eftirfarandi skilmálum og skilyrðum. Kaupandi, hvar sem er í birgðakeðjunni, má skírskota til þessarar ábyrgðar. Það felur í sér, til viðbótar alla dreifiaðila, einnig eigendur ökutækisins sem varahluturinn hefur verið settur í, sem og verkstæðið sem framkvæmdi ísetninguna. Stilling veitir ábyrgðina í tengslum við ákveðna framleiðsluvöru, þó aðeins í eitt skipti og til þess aðila sem fyrstur tilkynnti Stillingu um viðkomandi kröfu um ábyrgð.
Þriggja ára ábyrgðin tekur gildi fyrir eiganda ökutækisins daginn sem framleiðsluvörunni var komið fyrir í ökutæki hans/hennar; að öðrum kosti tekur hún gildi daginn sem framleiðsluvaran var keypt. Þessar forsendur fyrir að hægt sé að gera kröfu um ábyrgð skal viðkomandi krefjandi skjalfesta með því að leggja fram afrit af upprunalegu vörureikningunum eða önnur viðeigandi skjöl.
Neðangreindir skilmálar og skilyrði skýra viðbótarforsendur, meðferð krafna og umfang ábyrgðarinnar. Lögboðin réttindi til ábyrgðar og annar lögboðinn réttur, án tillits til lagastoðar þeirra, skulu haldast óskert.
Kröfu um ábyrgð má einungis gera ef framleiðsluvaran var gölluð frá byrjun. Sýna skal fram á að framleiðsluvaran hafi verið gölluð frá byrjun þegar Stilling afhenti fyrsta kaupanda framleiðsluvöruna, ef hún uppfyllti ekki kröfur um umsamin gæði eða um gæði sem nauðsynleg eru og viðtekin fyrir venjulega notkun. Krefjanda ber að sýna fram á að slíkur galli hafi verið frá upphafi.
Þegar ábyrgðarkrafa hefur verið lögð fram og sannreynd, á Stilling rétt á að velja annaðhvort að láta af hendi ógallaða framleiðsluvöru eða endurgreiða krefjanda skráð kaupverð framleiðsluvörunnar. Ef krefjandi fékk framleiðsluvöruna á verkstæði í tengslum við viðgerð eða viðhald ökutækisins skal verð framleiðsluvörunnar koma fram á reikningnum frá verkstæðinu, annars verður kaupverðið ekki endurgreitt. Fari svo að Stilling ákveður að afhenda ógallaða framleiðsluvöru í stað gölluðu framleiðsluvörunnar skal hún vera sambærileg, ógölluð og á sambærilegu verði en þarf þó ekki að vera nákvæmlega sama módel, gerð eða framleiðslulota og gallaða framleiðsluvaran.
Allar kröfur sem falla undir þessa ábyrgð, takmarkast af ofangreindri þjónustu. Ábyrgðin nær því ekki yfir viðgerð á gölluðu framleiðsluvörunni eða endurgreiðslu á kostnaði vegna tengdra viðgerða eða útgjalda svo sem kostnaði við fjarlægingu eða ísetningu sem og hverskonar afleiddum skaða vegna gölluðu framleiðsluvörunnar.
Ábyrgðarkröfum skal vísa beint til Stillingar sem gefur út ábyrgðina, með skráningu sem aðgengileg á heimasíðu Stillingar:www.stilling.is/abyrgd
Skrá skal allar upplýsingar sem krefjandi byggir kröfu sína á, þar með talin lýsing á gallanum eða skekkjunni og skráningin skal berast áður en gildandi ábyrgðartímabil rennur út. Nauðsynleg skilyrði eru að krafan hafi sannanlega verið send innan gildandi tímabils ábyrgðarinnar, einnig ef Stilling fer fram á að í framhaldi af kröfunni skuli krefjandi senda viðbótarupplýsingar eða gölluðu framleiðsluvöruna (á kostnað Stillingar) þegar verið er að skoða ábyrgðarkröfuna nánar.
Hafi krefjandi sannað fyrir Stillingu rétt sinn á ábyrgðarkröfu skal Stilling upplýsa krefjanda um hvort ógölluð framleiðsluvara verði afhent eða kaupverðið sem krefjandi greiddi, verði endurgreitt.
Ábyrgðin nær ekki yfir galla eða annmarka sem ekki eru vegna galla á framleiðsluvöru við afhendingu til fyrsta kaupanda. Undir þessa skilgreiningu falla aðallega eftirfarandi atriði: röng ísetning, kröfum viðkomandi ökutækjaframleiðanda um viðhald hefur ekki verið fylgt, framleiðsluvaran er notuð í ökutæki sem ekki eru gerð fyrir venjulegan vegaakstur eða í ökutæki sem framleiðsluvaran er ekki ætluð, samkvæmt notkunarskilyrðum og skilmálum útgefnum af Stillingu, venjulegt slit, óhentug geymsla og ef átt hefur verið við framleiðsluvöruna eða henni breytt eða vegna hvers konar utanaðkomandi áhrifa.
Ábyrgðin nær ekki yfir bíla sem hafa verið breytt frá verksmiðjuframleiðslu, atvinnubíla svo sem leigubíla, bílaleigubíla og ökutæki sem eru notuð í atvinnuskyni.
Ábyrgðin nær ekki yfir rafmagnshluti nema það sé tekið sérstaklega fram á heimasíðu Stillingar.
Nema þar sem lög kveða á um annað skulu skilmálar og skilyrði þessar ábyrgðar og samkomulag sem gert er á grundvelli þeirra fylgja landslögum Íslands og ekki fylgja Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um um samninga um sölu á vöru milli ríkja. Nema þar sem lög kveða á um annað skal varnarþing beggja aðila vera í Reykjavík í lögsögu höfuðstöðva Stillingar.