MXS 5.0 TEST & CHARGE eða PRÓFA & HLAÐA sameinar þróað örtölvustýrt hleðslutæki með prófunarbúnaði fyrir virkni rafgeyma og rafala og gefur það fullkomnasta í prófun rafgeyma, hleðslu og viðhaldi.
PRÓFUN – Þrjú einföld kerfi til að prófa spennu rafgeymis, ræsiafl og afköst rafala og gefur heilstæða mynd af „heilsufari“ rafgeymisins og hleðslukerfisins.
HLEÐSLA – MXS 5.0 TEST & CHARGE eða PRÓFA & HLAÐA gefur frábær hleðsluafköst. Hleðslutækið leysir vítt svið vandamála varðandi rafgeyma og býður sjálfvirkt einkaleyfisverndað afsúlfötunarkerfi og sérstakt kerfi til að endurnýja, endurskoða og endurvekja mikið afhlaðna og sýrulagskipta rafgeyma. Einkaleyfisvarið Flot/púlsviðhaldskerfi gerir hleðslutækið kjörið fyrir langtímahleðslu.