Car-Rep® ACRYLcomp® lökk eru byggð á einkaleyfisvarinni tækni, þ.á.m. lágþrýstum spíss, og sérstakri blöndu lakks og drifefna. Lakkið og drifefnin blandast því afar vel, á sambærilegan hátt og í úðunarbúnaði fagmanna. Með ACRYLcomp® tækni er unnt að úða fleti úr um 15 cm fjarlægð, í stað 30 cm. Mismunur úðunarmynsturs er greinilegur.
Car-Rep® Acrylcomp® inniheldur 30 % meira litarefni en venjuleg úðalökk. Lakkið er gert úr akrýl bindiefnum skv. kröfum upprunaframleiðenda. Þurrktími er styttri, gljái og slitþol flatar meira, en hjá hefðbundnum úðalökkum. Yfirborð verður mjög hart og gefur frábæra vörn gegn sliti og steinkasti.
Lakkið myndar ekki tauma. Lakkaður flötur er snertiþurr á 15 mín. (20 °C og 50% loftraki). Samsetningu lakkaðra flata má hefja með varúð, 30 mínútum eftir lok úðunar.
Gæði og eiginleikar:
Fyrir nánari upplýsingar sjá vörulýsingu hér fyrir neðan
Staðsetning | Lagerstaða? |
---|---|
Klettháls 5 (lager) | Nei |
Bíldshöfði 10 | |
Akureyri | |
Hafnarfjörður | |
Selfoss |