Ef þú hefur keypt nýjan Yuasa rafgeymi, vinsamlegast lestu eftirfarandi upplýsingar varðandi ábyrgðina á honum.
Ábyrgðin getur verið til þriggja, fjögurra eða til fimm ára, allt eftir því hvaða rafgeymi þú keyptir. Skoðaðu númerið á nýja rafgeyminum þínum til að sjá hvað ábyrgðin er til langs tíma.
Neyslugeymar og Super Start rafgeymar eru með 3 ára ábyrgð
YBX1XXX er með 3 ára ábyrgð, allt að 20.000 ræsingar
YBX3XXX er með 3 ára ábyrgð, allt að 30.000 ræsingar
YBX5XXX er með 5 ára ábyrgð, allt að 50.000 ræsingar
YBX7XXX er með 5 ára ábyrgð, allt að 270.000 ræsingar
YBX9XXX AGM er með 5 ára ábyrgð, allt að 360.000 ræsingar
Lífstíðarábyrgð þar sem það á við merkir líftíma ökutækisins þíns (og ekki viðskiptavinarins, því miður!)
Rafgeymaábyrgðina þína er ekki hægt að flytja á milli ökutækja.
Ábyrgðin nær yfir alla framleiðslugalla sem koma í ljós á ábyrgðartímanum.
Ef svo ólíklega vill til að það koma upp einhver vandræði með rafgeyminn, vinsamlegast skilaðu honum til okkar ásamt upprunalegri kvittun. Því miður getum við ekki boðið að skipta út rafgeyminum án kvittunar sem sýnir hvenær hann var keyptur.
Við skoðum vandlega ástandið á rafgeyminum og komumst að því hvort hann er eitthvað bilaður. Mat okkar á ástandi rafgeymisins er endanlegt.
Ef rafgeymirinn er bilaður þá skiptum við honum út með ánægju.
Ef vandamálið varðandi rafgeyminn er ekki hægt að rekja til framleiðslugalla getum við ekki skipt honum út.
Ábyrgðin á rafgeyminum sem kom í stað þess bilaða rennur út á sama tíma og ábyrgðin á upprunalega rafgeyminum rennur út.
Eftirfarandi atriði geta skaðað rafgeyminn þinn. Þessi atriði eru ekki framleiðslugallar og falla því ekki undir ábyrgðina.
Súlfatmyndun: Þetta gerist gjarnan ef ökutækinu þínu er ekki ekið í langan tíma.
Djúphleðsla: Þetta getur gerst ef vélin í ökutækinu er ræst mjög oft eða ef raftæki eru höfð í gangi í lengri tíma í hægagangi ökutækisins þ.e.a.s. að rafallinn nær ekki að anna rafmagnsþörfinni.
Ofhleðsla: Þetta er venjulega vegna bilunar í rafhleðslukerfi ökutækisins.
Útlitsskemmdir: Þetta getur verið vegna rangrar meðhöndlunar eða geymslu.
Röng notkun: Gættu þess að nota örugglega rafgeymi sem Stilling mælir með fyrir ökutækið þitt.
Ábyrgðin nær ekki yfir bíla sem hafa verið breytt frá verksmiðjuframleiðslu.
Slit og skemmdir sem hljótast af rangri notkun.
Nota skal rafgeymaprófara frá Yusa nr. GYT250 til að skera úr um ástand rafgeyma í ábyrgð
Athugið að rafgeymir sem mælist undir 11,4V eftir hleðslu, er talinn ónýtur og fellur ekki undir verksmiðjuábyrgð.
Nema þar sem lög kveða á um annað skulu skilmálar og skilyrði þessar ábyrgðar og samkomulag sem gert er á grundvelli þeirra fylgja landslögum Íslands og ekki fylgja Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um um samninga um sölu á vöru milli ríkja. Nema þar sem lög kveða á um annað skal varnarþing beggja aðila vera í Reykjavík í lögsögu höfuðstöðva Stillingar.