Gírkassabætiefni

- Vörunúmer: LM1007

3.995 kr


Gírkassavörn

Gírkassavörnin frá Liqui Moly er syntetískt bætiefni fyrir gírolíu sem leysist uppí olíu. Það hefur verið þróað samkvæmt nýjustu tækni til notkunar í aukadrif og mismunadrif. Yfirborðsvirk innihaldsefni verja gegn sliti og tryggja hámarks virkni í gírskiptingum.

Eiginleikar:

  • Minnkar slit
  • Auðveldar gírskipti
  • Mýkir skiptingar
  • Dregur úr hávaða við skiptingar
  • Stöðug undir langvarandi álagi
  • Tryggir áreiðanleika og hámarks virkni skiptingar

Notagildi: Fyrir beinskiptar bifreiðar með aukadrifi og mismunadrifi. Ekki ætlað til notkunar í mótorhjól, í alsjálfskiptar bifreiðar eða bifreiðar með sjálflæsandi mismunadrif.

Notkun: Ein 80 ml túpa nægir í 2 lítra af gírolíu. Áður en vörunni er bætt í gírolíuna skal fjarlægja samsvarandi magn af henni með þar til gerðum slöngum og farga olíunni á viðeigandi hátt samkvæmt reglugerðum. Vöruna má setja saman við gírolíuna hvenær sem er, en best er að gera það við olíuskipti eða viðgerðir.

StaðsetningLagerstaða?
Klettháls 5 (lager)
Bíldshöfði 10 Nei
Akureyri Nei
Hafnarfjörður Nei
Selfoss Nei
Stilling hf.