Bætiefnið hreinsar eldsneytiskerfið og spíssana. Vélin á auðveldara með að ræsa sig og gangur hennar verður rólegri. Bætiefnið verndar allt eldsneytiskerfið gegn tæringu og bætir smureiginleika eldsneytisins. Þetta sparar eldsneyti, tryggir betri bruna og dregur úr hættu á skemmdum.
Bætiefnið hentar öllum dísilvélum og skal bætt á þegar skipt er um hráolíusíu. Magn sem á að nota: 500 ml
Þegar skipt er um hráolíusíu er bætiefninu bætt út í síuhúsið og er sían fyllt með bætiefninu. Eftir notkun efnisins þá er hægt að ræsa vélina strax og engar loftbólur myndast í eldsneytiskerfinu. Afgang efnisins skal bætt út í eldsneytistankinn.
Staðsetning | Lagerstaða? |
---|---|
Klettháls 5 (lager) | |
Bíldshöfði 10 | |
Akureyri | |
Hafnarfjörður | |
Selfoss |