Pro-Line skolvökvi fyrir kornasíur dísilvéla er afar virkt efni sem notað er eftir hreinsun með Pro-Line síuhreinsi.
Skolvökvinn leysir upp korn og útfellingar og dreifir þeim um alla síuna, þar sem allt er síðan brennt burt í reglubundinni hitahreinsun. Ekki er nauðsynlegt að fjarlægja síu fyrir hreinsun.
Farartækjum sem að jafnaði aka stuttar vegalengdir, er hættara við stífluðum síum, sem leiðir af sér að virknitími síuhreinsisins fer mjög eftir notkun farartækisins. Lækka má rekstrarkostnað með reglulegri notkun. Óhreinindi í síunum leysast hratt og örugglega upp og gera dýr síuskipti óþörf. Pro-Line síuhreinsir er afar virkt hreinsiefni fyrir kornasíur í útblástursskerfum díselvéla í atvinnutækjum. Notkun síuhreinsisins getur leitt til umtalsverðra kostnaðarlækkana.
Eiginleikar:
Notagildi: Hentar fyrir allar lokaðar kornasíur í dísilvélum atvinnutækja
Notkun: Hreinsun fer fram með hjálp þrýstiloftsbyssu fyrir síuhreinsinn (Vörunr. 7946) og Pro-Line úðaspíss (boginn spíss = vörunr. 7947, beinn spíss = vörunr. 7948, eða þrýstiloftsbyssa með 5 úðaspíssum = vörunr. 7945).
Aðgengi að kornasíu fer eftir gerð farartækis. Í því skyni verður á flestum farartækjum, að fjarlægja hita- og þrýstinema á síunni.
Athugið: Við hreinsun ætti hitastig síunnar að vera undir 40°C. Á sumum farartækjum er kornasían staðsett nærri útblásturgrein eða afgasþjöppu, en ekki í undirvagni. Af öryggisástæðum ber að sýna ítrustu varúð í þessum tilvikum þar sem hreinsi- og skolvökvar gætu komist inn í brennsluhólf gegnum opinn útblástursventil.
Pro-Line úðaspíss sem hentar viðkomandi farartæki er síðan stungið inn um opið inn í síuna. Fullur brúsi af síuhreinsinum (1 lítri) er síðan tæmdur á yfirborð síunnar á 5- 10 sekúndum með 5 til 10 sekúndna bili, við 6-8 bar þrýsting. Snúið spíssinum og færið fram og til baka til að sprauta yfir allt yfirborð síunnar. Sían er síðan skoluð með fullum brúsa af Pro-Line skolvökva fyrir kornasíur (500 ml). Þrýstiloftsbyssan fyrir síuhreinsinn (vörunr. 7946) er einnig notuð með sama millibili á meðan á hreinsun stendur. Korn og agnir í síunni eru leyst upp við hreinsunina og dreifast um alla síuna, þar sem þau eru síðan brennd burt í reglubundinni hitahreinsun. Þegar nemum hefur verið komið fyrir, verður verkstæði að framkvæma hitahreinsun á síunni samkvæmt fyrirmælum
Magn 500ml
Einnig til undir vörunúmeri LM5171
Staðsetning | Lagerstaða? |
---|---|
Klettháls 5 (lager) | |
Bíldshöfði 10 | |
Akureyri | |
Hafnarfjörður | |
Selfoss |