Í Hraðhreinsi er að finna blöndu valinna leysiefna (ekkert aseton) sem hreinsa og affita vélhuta í farartækjum og iðnaði, hratt og örugglega. Lág yfirborðsspenna tryggir að hraðhreinsir smýgur vel inn í allar raufar, og leysir auðveldlega upp olíu, feiti, fjölliðu- og tjöruleifar, og önnur óhreinindi, jafnvel á óaðgengilegum stöðum. Þegar leysiefni hafa gufað upp, er yfirborð hreint og fitufrítt.
Eiginleikar:
Notkunarsvið: Hraðhreinsir hefur alhliða notkunarsvið í iðnaði, verkstæðum, landbúnaði og á heimilum.
Bremsur: Diska- og skálabremsur, bremsuborðar, -skór, -gormar og -klossar. Kúplingar: Kúplingafóðringar, þrýstiplötur og aðrir íhlutir í kúplingum. Gírkassar og drif: Sjálfskiptingar, olíudælur, kúplingar, og tannhjól. Samsetningar og viðgerðir: Blöndungar, eldsneytisdælur, vélhlutar, hlutar í rafkerfum, svo sem stýringar, rafalar og startarar. Fjarlægir olíu og bletti af gólfteppum og innréttingum bíla.
Leiðbeiningar: Úðið Hraðhreinsi á óhreina fleti með úðaflösku eða þrýstiloftsúðara og látið renna af. Eftir uppgufun leysiefnanna er flöturinn hreinn og fitufrír. Varan getur skemmt málningu, lökk og plastefni. Kannið samrýmanleika fyrir notkun.
Magn: 5 lítrar
Staðsetning | Lagerstaða? |
---|---|
Klettháls 5 (lager) | |
Bíldshöfði 10 | |
Akureyri | |
Hafnarfjörður | Nei |
Selfoss |