Teflon þurrúði 400ml

- Vörunúmer: LM2871

3.795 kr


Teflon þurrúði 400ml

Teflon duftúði er smurefni og festuleysir án feiti, byggður á PTFE (pólýtetraflúoróetýlen). Afar endingarmikil smurvirkni sem nýtist við margvíslegar aðstæður, t.d. þar sem ekki er unnt að nota olíu eða sílikonefni, annað hvort vegna þess að þau skaða yfirborð, eða af öðrum ástæðum.

Teflon duftúði er smurefni sem nota má á því sem næst öll efni. Í bílaiðnaði er hann hentugasta smurefnið fyrir færibönd og rennistýringar eins og t.d. undir bílsætum. Hann má einnig nota sem smurefni og festuleysi, svo og til að eyða nánast öllum núningshljóðum, t.d. frá áklæðum og sætum. Á iðnaðarsviðinu er hann mikið notaður í textíl- og timburiðnaði, á legur, teinastýringar, kefli, keðjur og gengjur. Í plastiðnaði er teflonúði mikið notaður til að minnka viðloðun. Honum má einnig beita á heimilum til fjölbreytilegra nota.

Eiginleikar:

  • Auðvelt í notkun
  • Laust við olíu, feiti og sílikon
  • Mikið efnaþol
  • Mikið hitaþol
  • Lágur núningsstuðull
  • Eyðir ískri
  • Hentar til viðhalds, verndar og einangrunar

Leiðbeiningar: Úðið þunnu og jöfnu lagi á hreint og fitufrítt yfirborð. Sé óskað meiri þykktar, skal láta fyrra lag þorna áður en næsta lagi er úðað.

Hreinsið úðaspíss eftir notkun með því að snúa brúsa á hvolf og úða þar til einungis drifefnið kemur út.

Magn: 400ml

StaðsetningLagerstaða?
Klettháls 5 (lager)
Bíldshöfði 10
Akureyri
Hafnarfjörður
Selfoss
Stilling hf.