Liquid Hand-Wash Paste er sérlega milt handhreinsiefni sem fer vel með skinnið og inniheldur efni til verndar. Í því er örlítil sýra, það inniheldur ekki sápu eða leysiefni og í því er slípiefni sem er umhverfisvænt.
Liquid Hand-Wash Paste hreinsar óhreinustu hendur rækilega án þess að erta skinnið. Sýnt hefur verið fram á með flóknum prófunum að mjög virk efni í vörunni vernda hörundið og koma í veg fyrir ertingu. Örlítið súrt pH gildi Liquid Hand-Wash Paste viðheldur nauðsynlegu súru varnarlagi á skinninu. Umhverfisvænt slípiefni mengar ekki umhverfið. Mörg önnur slípiefni þarfnast öfluga bleiki- og rotvarnarefna við framleiðslu þeirra.
Liquid Hand-Wash Paste stíflar ekki skolprör né niðurföll.
Hörundsþol: Liquid Hand-Wash Paste hefur verið hörundsfræðilega prófað og ekki reynst ertandi. Varan inniheldur blöndu af grunnþvottaefni sem hefur verið prófað og reynst sérlega vænt fyrir hörundið. Varan inniheldur sömuleiðis mjög virk húðverndarefni.
Leiðbeiningar: Liqui Moly Hand Cleaner er hagkvæmur í notkun. Skammtur af stærðinni 3 g (úr sápuskammtara) er fullnægjandi fyrir rækilegan handþvott. Núið Liqui Moly Hand Cleaner á þurrar hendurnar þar til óhreinindin hafa losnað af skinninu. Að því loknu má bæti við svolitlu vatni og ljúka þvottinum. Skolið svo hendurnar rækilega með vatni og þurrkið samkvæmt venju.
Innihaldsefni: Aqua, PUR powder, sodium laureth sulphate, cocamidopropyl betaine, disodium lauramido MEA-sulphosuccinate, PEG 7 glyceryl cocoate, xanthan gum, titanium dioxide, fragance, benzyl alcohol, 2-bromo-2-nitropropanediol, 3-iodo-2propionylbutylcarbamate.
Geymsla: Samkvæmt reglum um snyrtivörur má geyma Liquid Hand-Wash Paste í upprunalegum umbúðum við stofuhita í a.m.k. 24 mánuði.
Staðsetning | Lagerstaða? |
---|---|
Klettháls 5 (lager) | |
Bíldshöfði 10 | |
Akureyri | |
Hafnarfjörður | |
Selfoss |